Karen Knútsdóttir átti frábæra innkomu hjá Fram í stórleik Reykjavíkurrisanna Fram og Vals í Olís-deild kvenna á sunnudagskvöldið.
Karen leysti svolítið af í vinstri skyttunni þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir fann sig engan vegin en landsliðsfyrirliðinn skoraði sjö mörk úr tólf skotum, gaf eina stoðsendingu, fiskaði eitt víti og stal þremur boltum.
„Það þurfti að gera þetta [skipta Karen inn]. Hlutirnir voru ekki að ganga hjá Ragnheiði, vörnin var aðeins með hana. Þá bara létu þær þetta fljóta á móti þessari afturliggjandi vörn og það var að svínvirka,“ sagði Sigfús Sigurðsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.
„Framliðið hreyfði stóru stelpurnar hjá Val og leyfði léttleikandi spili að ganga,“ sagði Sigfús.
Skemmtilegt atvik kom upp í seinni hálfleik þegar að Karen komst inn í tvær sendingar í röð frá Morgan Marie Þorkelsdóttur, en aðeins 33 sekúndur liðu á milli stolnu boltanna. Atvikin voru alveg eins, eða eins og þetta hefði verið klippt og límt.
Þetta allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Seinni bylgjan: Klipptur og límdur stuldur hjá Karen með 33 sekúndna millibili
Tengdar fréttir

Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“
Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni.

Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“
Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Seinni bylgjan: Nota myndbandsupptökur og fimm leikja bönn
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu því fyrir sér hvers vegna aganefnd HSÍ notar upptökur ekki meira.