Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:33 Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Vísir/Pjetur Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi. Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01
Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08