Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision ef marka má Betsson Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 10:37 Veðmálasérfræðingar Betsson eru nokkuð vissir í sinni sök, Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision. Hér þenur hann raddböndin á sviðinu. Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði. Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði.
Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira