Árásirnar hættu ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Reykur steig upp frá Austur-Ghouta í átakapásu gærdagsins. Vísir/Afp Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00