Ásmundur er mjög reynslumikill nuddari og hefur hann starfað með afreksfólki úr hinum ýmsum íþróttagreinum eins og knattspyrnumönnum, handboltafólki, skautadönsurum, ballerínum, frjálsíþróttafólki, hjólreiðafólki og kraftlyfingakonum en þetta kemur fram í frétt hjá Frjálsíþróttasambandinu.
„Ásmundur hefur verið ötull að sækja sér aukna þekkingu varðandi nýjungar í meðhöndlun íþróttameiðsla og endurheimt. Hefur hann einnig mikla reynslu af því að fara í keppnisferðir sem nuddari með og án sjúkraþjálfara. Frjálsíþróttasamband Íslands er gríðarlega stolt af því að hafa fagmann eins og Ásmund í fagteyminu,“ segir í frétt á fésbókasíðu FRÍ sem má sjá hér fyrir neðan.