Þá verður framlag Íslands í Eurovision valið en lokakeppnin fer fram í Lissabon í maí.
Áttan flytur lagið Here for You en dúettinn hefur fengið yfir sig töluverða gagnrýni síðustu daga og fannst mörgum þau Egill og Sonja nokkuð fölsk á seinna undanúrslitakvöldinu.
Nú hafa þau svarað þeirri gagnrýni á Facebook-síðu Áttunnar og standa greinilega æfingar yfir á fullu. Bæði segjast þau hafa fylgst með umræðunni á netinu og ætla þau bæði að bæta sig fyrir laugardagskvöldið. Áttumenn segjast geta gert betur.