„Ég talaði við Sunnu í gær og hún er byrjuð í sinni endurhæfingu á spítalanum í Sevilla og það er allavega mjög jákvætt skref fyrir hana,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem slasaðist alvarlega á Spáni um miðjan janúar.
Hún var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. Páll segir enn ekkert komið út úr tilraunum íslenskra yfirvalda til að fá farbanni Sunnu aflétt en að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinni að málinu.
Sunna komin í endurhæfingu

Tengdar fréttir

Sunna til Sevilla
Sunna Elvira Þorkeldóttir, sem lamaðist eftir fall í Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn, verður flutt til Sevilla í dag.

Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands
Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma.

Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur
Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun.