„Var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty „Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira