Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í jafntefli Nordsjælland gegn Bröndby í dönsku deildinni í dag en eftir leikinn er Nordsjælland í 3. sæti deildarinnar.
Rúnar Alex og félagar byrjuðu leikinn mjög vel og komust yfir strax á 4. mínútu með marki fram Mathias Jensen.
Bröndby jafnaði af vítapunktinum á 56. mínútu, staðan 1-1 og það reyndust lokatölur leiksins.
Bröndby og Nordsjælland eru í harðri baráttu um 2. sætið í deildinni en Midtjylland situr í 1. sætinu.
