FH leiðir eftir fyrri daginn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 15:26 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030. Frjálsar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira