Vilja fjölga menntuðum lögreglumönnum á vakt Sveinn Arnarsson skrifar 24. febrúar 2018 06:00 Skortur er á menntuðum lögreglumönnum til starfa. Þingmaður segir ófremdarástand ríkja. Vísir/Pjetur Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira