Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira