Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 10:08 Auður og Sigurður. Til nokkurs er að vinna en verðlaunaféð eru tæpar sex milljónir króna. Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira