Af hverju ertu Pírati? Valgerður Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2018 16:24 Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun