„Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 14:36 Harvey Weinstein og Meryl Streep hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06