Umfjöllun: ÍBV - Valur 28-31 | Valur hafði betur í Eyjum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 21:00 vísir/ernir Valur hafði betur í hörku leik í Vestmannaeyjum, ÍBV leiddi mest allan leikinn en gestirnir náðu yfirhöndinni síðasta stundarfjórðunginn og unnu þriggja marka sigur, 28-31. Heimamenn með eins marks forystu í hálfleik, 14-13. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur, 5+1 vörn þeirra Eyjamanna var að stríða Val sem hafði aðeins skorað eitt mark á 10 míntum og staðan þá 4-1. Smám saman tókst Valsmönnum að komast inní leikinn, sóknarleikurinn fór batnandi með innkomu þjálfarans, Snorra Steins og úr varð hröku leikur en ÍBV þó með yfirhöndin allan fyrri hálfleikinn og leiddi með 4 mörkum þegar mest lét. Valsmenn voru grimmir loka mínútur fyrri hálfleiks, þeir náðu að minnka forskot heimamanna í eitt mark, staðan í hálfleik 14-13. Seinni hálfleikurinn var frábær skemmtun, mikil harka og allt í járnum í Vestmannaeyjum. Eyjamenn enn með yfirhöndina fyrstu mínúturnar en Valsmenn þjörmuðu hart að þeim. Varnarleikur Vals þéttist og það svo á síðasta stundarfjórðungnum þar sem Valur náði yfirhöndinni í leiknum. Aron Rafn kom þá inní mark Eyjamanna og klukkaði ekki bolta, ótrúleg ákvörðun Arnars að setja Stephen Nilsen ekki inn aftur sem hafði spilað vel í leiknum. Magnús Óli Magnússon, sem átti frábæran leik í liði Vals kom sínum mönnum yfir, 21-22 þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka, Valur leiddi þá í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-1. Skömmu síðar fékk Ólafur Ægir Ólafsson beint rautt spjald, fyrir bakhrindingu á Róberti Hostert, við litla ánægju gestanna og það ætlaði allt að sjóða upp úr þegar dómarar leiksins gáfu tvær borttvísanir á Valsmenn mínútu síðar. ÍBV nýtti sér tveggja manna yfirtöluna og jöfnuðu leikinn, heimamenn með mikinn meðbyr þessar mínútur en nýttu sér það ekki. Valur tók strax aftur forystuna og kláruðu leikinn, lokatölur í Vestmannaeyjum 28-31, sanngjarn sigur Vals. Af hverju vann ValurValsmenn sýndu ótrúlegan karakter í kvöld, eltu leikinn í 50 mínútur en um leið og ÍBV fór af sporinu tóku þeir völdin og nýttu sér þau. Leikur Vals fór batnandi þegar leið á leikinn á meðan leikur ÍBV fór niður á við, áhugaleysi Eyjamanna mikið undir lok leiks. Frábær lokakafli hjá gestunum þar sem þeir gáfu allt í leikinn, sýndu karakter og héldu haus.Hverjir stóðu upp úr Magnús Óli Magnússon átti frábæran leik sem og Snorri Steinn Guðjónsson en með innkomu hans stórlagaðist sóknarleikur liðsins. Í liði ÍBV var Sigurbergur Sveinsson atkvæðamestur með 8 mörk og átti flottann leik. Stephen Nilsen var einnig öflugur í markinu og hefði Arnar aldrei átt að taka hann út í dag. Hvað gekk illaAron Rafn Eðvaldsson fann sig alls ekki í dag, varði ekki einn bolta og í sjálfum sér stóra ástæða þess að Valur náði sigrinum. Einnig eins og oft áður missti ÍBV haus, þeir höfðu allt til að klára leikinn, Valur lenti í mótlæti frá dómurum leiksins og ÍBV hefði getað keyrt á þá en í stað leyfðu þeir Val að ná yfirhöndinni. Ekkert af Val tekið, frábær endurkoma hjá þeim sem áttu í erfiðleikum með ÍBV í fyrrihálfleik. Hvað gerist næst ÍBV fær FH í heimsókn á sunnudaginn, þeir þurfa að gíra sig vel upp fyrir þann leik en það má þó búast við hörkuleik þar. Valsmenn halda í Safamýrina þar sem þeir mæta Fram. Olís-deild karla
Valur hafði betur í hörku leik í Vestmannaeyjum, ÍBV leiddi mest allan leikinn en gestirnir náðu yfirhöndinni síðasta stundarfjórðunginn og unnu þriggja marka sigur, 28-31. Heimamenn með eins marks forystu í hálfleik, 14-13. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur, 5+1 vörn þeirra Eyjamanna var að stríða Val sem hafði aðeins skorað eitt mark á 10 míntum og staðan þá 4-1. Smám saman tókst Valsmönnum að komast inní leikinn, sóknarleikurinn fór batnandi með innkomu þjálfarans, Snorra Steins og úr varð hröku leikur en ÍBV þó með yfirhöndin allan fyrri hálfleikinn og leiddi með 4 mörkum þegar mest lét. Valsmenn voru grimmir loka mínútur fyrri hálfleiks, þeir náðu að minnka forskot heimamanna í eitt mark, staðan í hálfleik 14-13. Seinni hálfleikurinn var frábær skemmtun, mikil harka og allt í járnum í Vestmannaeyjum. Eyjamenn enn með yfirhöndina fyrstu mínúturnar en Valsmenn þjörmuðu hart að þeim. Varnarleikur Vals þéttist og það svo á síðasta stundarfjórðungnum þar sem Valur náði yfirhöndinni í leiknum. Aron Rafn kom þá inní mark Eyjamanna og klukkaði ekki bolta, ótrúleg ákvörðun Arnars að setja Stephen Nilsen ekki inn aftur sem hafði spilað vel í leiknum. Magnús Óli Magnússon, sem átti frábæran leik í liði Vals kom sínum mönnum yfir, 21-22 þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka, Valur leiddi þá í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-1. Skömmu síðar fékk Ólafur Ægir Ólafsson beint rautt spjald, fyrir bakhrindingu á Róberti Hostert, við litla ánægju gestanna og það ætlaði allt að sjóða upp úr þegar dómarar leiksins gáfu tvær borttvísanir á Valsmenn mínútu síðar. ÍBV nýtti sér tveggja manna yfirtöluna og jöfnuðu leikinn, heimamenn með mikinn meðbyr þessar mínútur en nýttu sér það ekki. Valur tók strax aftur forystuna og kláruðu leikinn, lokatölur í Vestmannaeyjum 28-31, sanngjarn sigur Vals. Af hverju vann ValurValsmenn sýndu ótrúlegan karakter í kvöld, eltu leikinn í 50 mínútur en um leið og ÍBV fór af sporinu tóku þeir völdin og nýttu sér þau. Leikur Vals fór batnandi þegar leið á leikinn á meðan leikur ÍBV fór niður á við, áhugaleysi Eyjamanna mikið undir lok leiks. Frábær lokakafli hjá gestunum þar sem þeir gáfu allt í leikinn, sýndu karakter og héldu haus.Hverjir stóðu upp úr Magnús Óli Magnússon átti frábæran leik sem og Snorri Steinn Guðjónsson en með innkomu hans stórlagaðist sóknarleikur liðsins. Í liði ÍBV var Sigurbergur Sveinsson atkvæðamestur með 8 mörk og átti flottann leik. Stephen Nilsen var einnig öflugur í markinu og hefði Arnar aldrei átt að taka hann út í dag. Hvað gekk illaAron Rafn Eðvaldsson fann sig alls ekki í dag, varði ekki einn bolta og í sjálfum sér stóra ástæða þess að Valur náði sigrinum. Einnig eins og oft áður missti ÍBV haus, þeir höfðu allt til að klára leikinn, Valur lenti í mótlæti frá dómurum leiksins og ÍBV hefði getað keyrt á þá en í stað leyfðu þeir Val að ná yfirhöndinni. Ekkert af Val tekið, frábær endurkoma hjá þeim sem áttu í erfiðleikum með ÍBV í fyrrihálfleik. Hvað gerist næst ÍBV fær FH í heimsókn á sunnudaginn, þeir þurfa að gíra sig vel upp fyrir þann leik en það má þó búast við hörkuleik þar. Valsmenn halda í Safamýrina þar sem þeir mæta Fram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti