Sport

Örninn Eddie: Hættið að moka peningum í þessar vetraríþróttir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stjarna Eddie skein skært í Calgary.
Stjarna Eddie skein skært í Calgary. vísir/getty
Breska goðsögnin Eddie „The Eagle“ Edwards varð þjóðhetja er hann tók þátt í skíðastökki á ÓL í Calgary árið 1998 en hann skilur ekki af hverju Bretar eru að moka peningum í vetraríþróttir þar sem þeir geta ekkert.

Örninn vann í byggingarvinnu og safnaði sjálfur fyrir ævintýri sínu í Calgary. Hann gat auðvitað ekkert og nánast datt fram af skíðastökkspallinum. Lítið hefur breyst hjá Bretum síðan þó svo keppendur þurfi ekki lengur að safna sjálfir peningum til þess að komast á ÓL.

„Bretland er ekki vetraríþróttaþjóð. Ég skil ekki af hverju við erum að eyða svona miklum peningum í vetraríþróttir til þess að reyna að elta Sviss, Austurríki og Þýskaland sem eru með snjóinn og alla aðstöðuna,“ sagði Edwards.

„Það er óskiljanlegt að hægt sé að sækja endalausa peninga til þess að standa í einhverri meðalmennsku.“

Bretar hafa eytt samtals 4,5 milljörðum í leikana í PyeongChang sem er helmingi hærri upphæð en fór í leikana í Sotsjí fyrir fjórum árum síðan.

Uppskeran er rýr eða fjögur verðlaun til þessa. Eitt gull og þrjú brons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×