Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Benedikt Bóas skrifar 21. febrúar 2018 05:30 Birgitta Haukdal verður í aðalhlutverki í Vestmannaeyjum í sumar þegar Þjóðhátíð verður flautuð á. „Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
„Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23