Sláandi myndband sýnir hættulegan framúrakstur á Reykjanesbrautinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:10 Skjáskot úr myndbandinu sem Guðmundur birti í dag. Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar. Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar.
Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19