Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2018 19:00 Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent