Hinrik prins kvaddur með látlausri athöfn Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 12:56 Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum. Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum.
Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15
Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10