Selfoss var þremur mörkum undir og lítið eftir. Þá stal Haukur þrem boltum af Haukunum og kom sínu liði aftur inn í leikinn. Ævintýraleg frammistaða.
„Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.
Sjá má umræðuna og tilþrif Hauks hér að neðan.