Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 06:29 Stjórnarherinn lét sprengjum rigna á sjúkrahús í gær. Árásarnir voru þær verstu í Austur-Ghouta í áraraðir. Vísir/Epa Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik. Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik.
Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15