Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 06:29 Stjórnarherinn lét sprengjum rigna á sjúkrahús í gær. Árásarnir voru þær verstu í Austur-Ghouta í áraraðir. Vísir/Epa Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik. Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik.
Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15