600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2018 18:46 Ásmundur Friðriksson Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. Upplýsingar um breytilegar kostnaðargreiðslur til þingmanna birtust í dag á vef Alþingis. Ferðakostnaður ráðherra er ekki birtur á vef Alþingis en slíkur kostnaður er greiddur af viðkomandi ráðuneyti. Þar segir að einhverjir reikningar fyrir útgjöld síðari hluta árs 2017 kunni að hafa borist í janúar 2018 og ef svo sé bókist þeir á þann mánuð. Sjálfur segir Ásmundur á Facebook að kostnaður sinn vegna janúar hafi verið um 200 þúsund krónur. 400 þúsund krónurnar séu því ógreiddir reikningar fyrir akstur árið 2017.6.182 kílómetrar Ofan á tæpar 600 þúsund krónur fyrir ferðir á eigin bíl fékk Ásmundur 119.961 krónu í dagpeninga og 173.920 krónur vegna flugferða vegna ferðakostnaðar utan lands. Alls fékk Ásmundur því tæpar 900 þúsund krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Alþingismenn fá greiddar um 97 krónur fyrir hvern kílómetra og samkvæmt því hefur Ásmundur keyrt 6.182,68 kílómetra í janúar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 472.340 krónur endurgreiddar vegna ferða á eigin bíl í janúar. Þá fékk hún samtals 164783 krónur vegna ferðakostnaðar utanlands.Í samtali við Fréttablaðið segist Oddný hafa kvartað undan þeim upplýsingum sem koma þar fram við skrifstofu Alþingis vegna þess að hún hafi ekki rukkað fyrir akstur það sem af er ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fékk alls 354.144 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar innanlands í janúar, 293.886 krónur vegna flugferða og 60.258 krónur vegna bílaleigubíla. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk einnig töluverða upphæð endurgreidda vegna ferða á eigin bíl í janúar, eða 248.160 krónur. Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Haraldar og Ásmundar fékk 207.570 krónur í janúar fyrir ferðir á eigin bíl. Vilhjálmur er einn þeirra sem fékk hvað mest endurgreitt vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, eða 2.457.234 krónur. Sá eini sem fékk meira en Vilhjálmur var Ásmundur, með 4.627.144 krónur. Kostnaðargreiðslur verða framvegis birtar 25. hvers mánaðar fyrir undangenginn mánuð. Fyrirhugað er að birta sem allra fyrst upplýsingar um kostnaðargreiðslur um áratug aftur í tímann og verður miðað við birtingu frá alþingiskosningum 2007.Ekki náðist í Ásmund Friðriksson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:34 eftir að Ásmundur sagðist hafa fengið 200 þúsund krónur fyrir janúar. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. Upplýsingar um breytilegar kostnaðargreiðslur til þingmanna birtust í dag á vef Alþingis. Ferðakostnaður ráðherra er ekki birtur á vef Alþingis en slíkur kostnaður er greiddur af viðkomandi ráðuneyti. Þar segir að einhverjir reikningar fyrir útgjöld síðari hluta árs 2017 kunni að hafa borist í janúar 2018 og ef svo sé bókist þeir á þann mánuð. Sjálfur segir Ásmundur á Facebook að kostnaður sinn vegna janúar hafi verið um 200 þúsund krónur. 400 þúsund krónurnar séu því ógreiddir reikningar fyrir akstur árið 2017.6.182 kílómetrar Ofan á tæpar 600 þúsund krónur fyrir ferðir á eigin bíl fékk Ásmundur 119.961 krónu í dagpeninga og 173.920 krónur vegna flugferða vegna ferðakostnaðar utan lands. Alls fékk Ásmundur því tæpar 900 þúsund krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Alþingismenn fá greiddar um 97 krónur fyrir hvern kílómetra og samkvæmt því hefur Ásmundur keyrt 6.182,68 kílómetra í janúar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 472.340 krónur endurgreiddar vegna ferða á eigin bíl í janúar. Þá fékk hún samtals 164783 krónur vegna ferðakostnaðar utanlands.Í samtali við Fréttablaðið segist Oddný hafa kvartað undan þeim upplýsingum sem koma þar fram við skrifstofu Alþingis vegna þess að hún hafi ekki rukkað fyrir akstur það sem af er ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fékk alls 354.144 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar innanlands í janúar, 293.886 krónur vegna flugferða og 60.258 krónur vegna bílaleigubíla. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk einnig töluverða upphæð endurgreidda vegna ferða á eigin bíl í janúar, eða 248.160 krónur. Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Haraldar og Ásmundar fékk 207.570 krónur í janúar fyrir ferðir á eigin bíl. Vilhjálmur er einn þeirra sem fékk hvað mest endurgreitt vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, eða 2.457.234 krónur. Sá eini sem fékk meira en Vilhjálmur var Ásmundur, með 4.627.144 krónur. Kostnaðargreiðslur verða framvegis birtar 25. hvers mánaðar fyrir undangenginn mánuð. Fyrirhugað er að birta sem allra fyrst upplýsingar um kostnaðargreiðslur um áratug aftur í tímann og verður miðað við birtingu frá alþingiskosningum 2007.Ekki náðist í Ásmund Friðriksson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:34 eftir að Ásmundur sagðist hafa fengið 200 þúsund krónur fyrir janúar.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent