Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:15 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér. Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér.
Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20