Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin 8. mars 2018 17:30 Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Vísir/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín.
Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00