Ungu stelpurnar okkar með stáltaugar og kynnast ABBA á vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 16:00 Ungu vítaskytturnar Ingibjörg Sigurðardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Agla María Albertsdóttir en fyrir neðan þær er hljómsveitin ABBA. Vísir/Samsett/Getty Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira