Lokkum tæknifyrirtækin til Íslands Smári McCarthy skrifar 8. mars 2018 07:00 Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun