Despacito á Íslandi Heiðar Guðjónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar