Af KSÍ og Íslandsmótinu Benedikt Bóas skrifar 8. mars 2018 07:00 Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar