Toyota sýndi nýja Aygo og Auris Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2018 08:00 Glæsileiki á glæsileika ofan. Ekki var minna um dýrðir hjá Toyota en hjá systurfyrirtækinu Lexus á bílasýningunni í Genf og sýndi Toyota bæði nýuppfærðan smábílinn Aygo sem og nýja þriðju kynslóð Auris, sem nú er orðinn gullfallegur bíll. Smábíllinn Aygo hefur slegið í gegn í Evrópu og seldist til að mynda í meira en 85.000 eintökum þar í fyrra og náði 6,6% af markaðshlutdeild í A-stærðarflokki. Toyota ætlar að byggja á þessari velgengni og býður hann nú í miklu fleiri litríkum útfærslum. Hann er þó líka orðinn aksturshæfari bíll því talsvert hefur verið átt við undirvagninn og einnig ytra útlitið og á pöllunum stóðu margar ferlega flottar litaútfærslur hans.Þriðja kynslóð Auris gullfalleg Stóra frumsýningin hjá Toyota að þessu sinni var á þriðju kynslóð Auris og þar fer svo ánægjuleg breyting að leitun er að fallegri bíl í þessum stærðarflokki. Nokkuð þarf þó að bíða eftir þeim snoppufríða því hann mun ekki rata á göturnar fyrr en á nýju ári. Eitt það ánægjulegasta við nýja gerð Auris er 180 hestafla Hybrid-drifrásin sem í boði verður í bílnum og því verður þessi fremur netti bíll orðinn mjög sprækur. Toyota sýndi einnig keppnisútfærslu hins nýja Supra-sportbíls sem kemur út síðar í hefðbundinni útfærslu fyrir almenning, en á honum má sjá hvað kaupendur Supra eiga von á góðu. Þá var á pöllum Toyota einnig Dakar-keppnisbíll Tommi Hirvonen og þolakstursbíll Toyota úr Le Mans-keppninni, en Toyota hefur verið að auka þátttöku sína í keppnisakstri ýmiss konar á síðustu árum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Audi frumsýndi nýjan A6 Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Þ 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent
Ekki var minna um dýrðir hjá Toyota en hjá systurfyrirtækinu Lexus á bílasýningunni í Genf og sýndi Toyota bæði nýuppfærðan smábílinn Aygo sem og nýja þriðju kynslóð Auris, sem nú er orðinn gullfallegur bíll. Smábíllinn Aygo hefur slegið í gegn í Evrópu og seldist til að mynda í meira en 85.000 eintökum þar í fyrra og náði 6,6% af markaðshlutdeild í A-stærðarflokki. Toyota ætlar að byggja á þessari velgengni og býður hann nú í miklu fleiri litríkum útfærslum. Hann er þó líka orðinn aksturshæfari bíll því talsvert hefur verið átt við undirvagninn og einnig ytra útlitið og á pöllunum stóðu margar ferlega flottar litaútfærslur hans.Þriðja kynslóð Auris gullfalleg Stóra frumsýningin hjá Toyota að þessu sinni var á þriðju kynslóð Auris og þar fer svo ánægjuleg breyting að leitun er að fallegri bíl í þessum stærðarflokki. Nokkuð þarf þó að bíða eftir þeim snoppufríða því hann mun ekki rata á göturnar fyrr en á nýju ári. Eitt það ánægjulegasta við nýja gerð Auris er 180 hestafla Hybrid-drifrásin sem í boði verður í bílnum og því verður þessi fremur netti bíll orðinn mjög sprækur. Toyota sýndi einnig keppnisútfærslu hins nýja Supra-sportbíls sem kemur út síðar í hefðbundinni útfærslu fyrir almenning, en á honum má sjá hvað kaupendur Supra eiga von á góðu. Þá var á pöllum Toyota einnig Dakar-keppnisbíll Tommi Hirvonen og þolakstursbíll Toyota úr Le Mans-keppninni, en Toyota hefur verið að auka þátttöku sína í keppnisakstri ýmiss konar á síðustu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Audi frumsýndi nýjan A6 Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Þ 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent
Audi frumsýndi nýjan A6 Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Þ 8. mars 2018 08:00