BRCA-arfberi vill tala meira um brakka Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 19:30 Árið 2014 voru amma Önnu Margrétar Bjarnadóttur og móðurbróðir með krabbamein. Á sama tíma greindist mamma hennar í annað skipti með krabbamein. „Þegar hún er á dánarbeðinu þá greinist ung frænka mín. Þá fær hún að vita að BRCA2 er í fjölskyldunni okkar," segir Anna Margrét. Tæplega eitt prósent íslensku þjóðarinnar er arfberar með meinvaldandi stökkbreytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Af þessum hópi er talið að um 2400 manns séu með meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni en stökkbreytingin eykur meðal annars líkur á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Eftir dauðsföllin í fjölskyldunni fór Anna Margrét í rannsókn og fékk að vita að hún bæri genið. „Og auðvitað bregður manni en á sama tíma fær maður ákveðið vald og vitund og getur gripið inn í.“ Og það gerði Anna. Hún lét fjarlægja brjóst, eggjastokka og eggjaleiðara en eftir aðgerðina fann hún að það vantaði meiri umræðu um BRCA og ákvað í samstarfi við Brakkasamtökin á Íslandi að standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Veröld - Húsi Vigdísar um næstu helgi. Þar verður til að mynda rætt um áfallið sem fjölskyldan getur orðið fyrir.Anna Margrét ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir aðgerðina stóru.„Auðvitað veltir maður fyrir sér hvort börnin beri genin og á ráðstefnunni við munum ræða hvernig við ræðum við börnin og unglingana um það að vera mögulegur arfberi," segir Anna en fólk getur látið athuga það um 20-25 ára aldur. Anna á þrjú börn og hefur rætt þetta við þau öll. „Við yngstu börnin mín þá ræddi ég dauðsföllin í fjölskyldunni en að ég ætlaði að grípa inn í svo ég fái ekki krabbamein. Unglingurinn vildi vita meira og ég talaði hreinskilningslega við hann um að hann gæti verið með genið.“ Allar frekari upplýsingar um fyrirlestra á ráðstefnunni Á Brakkann að sækja og heimildamyndir sem verða sýndar í tengslum við hana má finna á heimasíðu Brakkasamtakanna. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Árið 2014 voru amma Önnu Margrétar Bjarnadóttur og móðurbróðir með krabbamein. Á sama tíma greindist mamma hennar í annað skipti með krabbamein. „Þegar hún er á dánarbeðinu þá greinist ung frænka mín. Þá fær hún að vita að BRCA2 er í fjölskyldunni okkar," segir Anna Margrét. Tæplega eitt prósent íslensku þjóðarinnar er arfberar með meinvaldandi stökkbreytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Af þessum hópi er talið að um 2400 manns séu með meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni en stökkbreytingin eykur meðal annars líkur á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Eftir dauðsföllin í fjölskyldunni fór Anna Margrét í rannsókn og fékk að vita að hún bæri genið. „Og auðvitað bregður manni en á sama tíma fær maður ákveðið vald og vitund og getur gripið inn í.“ Og það gerði Anna. Hún lét fjarlægja brjóst, eggjastokka og eggjaleiðara en eftir aðgerðina fann hún að það vantaði meiri umræðu um BRCA og ákvað í samstarfi við Brakkasamtökin á Íslandi að standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Veröld - Húsi Vigdísar um næstu helgi. Þar verður til að mynda rætt um áfallið sem fjölskyldan getur orðið fyrir.Anna Margrét ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir aðgerðina stóru.„Auðvitað veltir maður fyrir sér hvort börnin beri genin og á ráðstefnunni við munum ræða hvernig við ræðum við börnin og unglingana um það að vera mögulegur arfberi," segir Anna en fólk getur látið athuga það um 20-25 ára aldur. Anna á þrjú börn og hefur rætt þetta við þau öll. „Við yngstu börnin mín þá ræddi ég dauðsföllin í fjölskyldunni en að ég ætlaði að grípa inn í svo ég fái ekki krabbamein. Unglingurinn vildi vita meira og ég talaði hreinskilningslega við hann um að hann gæti verið með genið.“ Allar frekari upplýsingar um fyrirlestra á ráðstefnunni Á Brakkann að sækja og heimildamyndir sem verða sýndar í tengslum við hana má finna á heimasíðu Brakkasamtakanna.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði