Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 89-66: Valskonur öruggar í úrslitakeppnina Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 7. mars 2018 22:30 Guðbjörg Sverrisdóttir er fyrirliði Valsliðsins. Vísir/Andri Marinó Valskonur tóku á mótu Keflavík í toppslag Domino‘s deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigri hefði Keflavík skotist upp fyrir Val í annað sæti deildarinnar. Leiknum lyktaði hins vegar með sannfærandi sigri Valskvenna, 89-66, sem eru eftir leiki kvöldsins enn tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur Valskvenna sem skóp sigur þeirra í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 0-3 og 4-12 en þá hrukku heimakonur í gang og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-21 Val í vil. Valskonur reyndust sterkari í öðrum leikhluta og að honum loknum var staðan orðin 52-40. Þessa forystu létu Valskonur aldrei af hendi. Með góðri vörn og mikilli baráttu hleyptu Valskonur Keflavík aldrei nálægt sér en munurinn var minnstur 7 stig um miðbik þriðja leikhluta. Í þeim fjórða átti Keflavík aldrei séns og Valur sigldi öruggum 23 stiga sigri í höfn.Af hverju vann Valur leikinn? Valskonur voru sterkari á öllum sviðum í kvöld, en varnarleikur liðsins var frábær og náðu þær að halda Keflavíkurliðinu í aðeins 66 stigum. Þær höfðu góð tök á Keflvíkingnum Brittany Dinkins, hún skoraði 13 stig í leiknum en hefur oft verið iðnari við kolann. Keflavík reiðir sig mikið á Brittany og hefðu þurft stærra framlag frá henni í leiknum. Liðsheildin hjá Valskonum var sterk í dag, þær sýndu meiri baráttuvilja og náðu oft á tíðum mikilvægum sóknarfráköstum.Hverjir stóðu upp úr? Í Valsliðinu var engin ein sem stóð upp úr. Þær spiluðu sem ein heild í vörninni og margar sem skiluðu góðu dagsverki. Guðbjörg Sverrisdóttir var þó mjög sterk með 16 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Stigahæst í Valsliðinu var Aalyah Whiteside með 18 stig. Stigahæsti Keflvíkingurinn í kvöld var Thelma Dís Ágústsdóttir með 16 stig en Brittany Dinkins nældi í 15 fráköst í leiknum.Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að hitta úr skotum sínum þegar þær náðu að spila sig í færi. Valskonur náðu oft á tíðum að þvinga andstæðinga sína í erfið þriggja stiga skot en 9 af 37 þriggja stiga skotum Keflvíkinga fóru niður í kvöld.Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Breiðabliki í næstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda þar vilji þær halda sér í toppbaráttunni í deildinni. Valur fer í Borgarnes og mætir þar Skallagrími. Skallagrímur, ásamt Breiðabliki, eru í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að þessir leikir verða ekki auðveldir.Andri Marínó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar með fréttinni.Valur-Keflavík 89-66 (23-21, 29-19, 15-14, 22-12) Valur: Aalyah Whiteside 18/16 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/10 fráköst/6 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/5 fráköst/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 16/7 fráköst, Brittanny Dinkins 13/15 fráköst/10 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Elsa Albertsdóttir 8/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/8 fráköst.vísir/andri marínóDarri Freyr: Nú þarf ég að fara heim að reikna Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með úrslit leiksins. Hann sagði varnarleik liðsins hafa verið mjög góðan stærstan hluta leiksins. Margir leikmenn í Valsliðinu áttu góðan leik í kvöld átti Darri erfitt með að velja einhverja sem stóð upp úr. „Allir leikmennirnir voru að skila sínu hlutverki og mér finnst ósanngjarnt að vera að velja einhverja eina út í svona sigurleik.“ Valskonur töpuðu fyrir Breiðabliki nokkuð óvænt í síðustu umferð og var Darri ánægður með sínar konur sem komu sterkar til leiks í dag. „Við bjuggumst við því að koma sterk inn í þennan leik. Það er auðveldara að koma til baka eftir að okkur var kippt svona rosalega niður á jörðina. Við lærðum mikið af þeim leik, sérstaklega hvað varðar hugarfar.“ Darri er ánægður með gengi liðsins í vetur. Markmiðið var að ná sæti í úrslitakeppnina en Darri var ekki alveg með á hreinu hvort það hafi tekist. „Ég veit ekki hvort það var núna eða í næsta leik sem við fáum tækifæri til að ná því sæti, þannig ég þarf að fara heim að reikna til að sjá hvort það sé komið eða á leiðinni,“ sagði Darri brattur í leikslok. Með sigrinum í kvöld tryggði Valur sæti sitt í úrslitakeppninni, en liðið er nú með 12 stiga forystu á Skallagrím í fimma sætinu þegar fimm umferðir eru eftir og getur því ekki endað neðar en í fjórða sæti.vísir/andri marínóSverrir Þór: Virkilega dapurt af okkar hálfu Sverrir Þór Sverrisson, þálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með leik síns liðs í kvöld. „Þetta var virkilega dapurt af okkur hálfu. Valskonur voru miklu betri og alltaf skrefinu á undan. Við áttum slakan fyrri hálfleik og þegar komum ekki af nógu miklum krafti inn í þann seinni var ljóst að við myndum ekki afreka mikið í kvöld.“ Sverrir Þór var ekki ánægður með sóknaleik síns liðs. „Valskonur náðu að dekka erlenda leikmanninn okkar vel, settu oft tvær og þrjár á hana, og við fundum ekki eyðurnar og reyndum oft of erfiða hluti,“ sagði Sverrir Þór en hann telur sitt lið þurfa að fara yfir margt og gera mun betur í næsta leik sem verður gegn Breiðabliki á laugardaginn.Guðbjörg Sverrisdóttir og Brittany Dinkinsvísir/andri marínóGuðbjörg: Spiluðum allar sem lið Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirlið Vals, átti góðan leik í kvöld og hún var ánægð með varnarleiks síns liðs. „Það var vörnin okkar sem skapaði þennan sigur fyrir okkur, við spiluðum mjög góða vörn í kvöld.“ Hún var einnig ánægð með liðsheildina í kvöld, „allt liðið var að leggja sig fram og við spiluðum allar sem lið, bæði í vörn og sókn,“ sagði Guðbjörg glöð í bragði í leikslok.Aalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóBrittany Dinkins.Vísir/Andri MarinóHallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóIrena Sól Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóBrittanny Dinkins.Vísir/Andri MarinóSverrir Þór Sverrisson.Vísir/Andri MarinóSverrir Þór Sverrisson.Vísir/Andri MarinóDavíð Kristján Hreiðarsson.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDagbjört Dögg Karlsdóttir.Vísir/Andri MarinóSalbjörg Ragna Sævarsdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóElín Sóley Hrafnkelsdóttir.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDagbjört Samúelsdóttir.Vísir/Andri MarinóÁsta Júlía Grímsdóttir.Vísir/Andri MarinóSalbjörg Ragna Sævarsdóttir.Vísir/Andri MarinóKatla Rún Garðarsdóttir.Vísir/Andri MarinóKamilla Sól Viktorsdóttir.Vísir/Andri MarinóSverrir Þór Sverrisson.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir og Aalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóBrittanny Dinkins.Vísir/Andri MarinóBirna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri MarinóBirna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri MarinóBirna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri MarinóAnna Ingunn Svansdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri Marinó Dominos-deild kvenna
Valskonur tóku á mótu Keflavík í toppslag Domino‘s deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigri hefði Keflavík skotist upp fyrir Val í annað sæti deildarinnar. Leiknum lyktaði hins vegar með sannfærandi sigri Valskvenna, 89-66, sem eru eftir leiki kvöldsins enn tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur Valskvenna sem skóp sigur þeirra í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 0-3 og 4-12 en þá hrukku heimakonur í gang og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-21 Val í vil. Valskonur reyndust sterkari í öðrum leikhluta og að honum loknum var staðan orðin 52-40. Þessa forystu létu Valskonur aldrei af hendi. Með góðri vörn og mikilli baráttu hleyptu Valskonur Keflavík aldrei nálægt sér en munurinn var minnstur 7 stig um miðbik þriðja leikhluta. Í þeim fjórða átti Keflavík aldrei séns og Valur sigldi öruggum 23 stiga sigri í höfn.Af hverju vann Valur leikinn? Valskonur voru sterkari á öllum sviðum í kvöld, en varnarleikur liðsins var frábær og náðu þær að halda Keflavíkurliðinu í aðeins 66 stigum. Þær höfðu góð tök á Keflvíkingnum Brittany Dinkins, hún skoraði 13 stig í leiknum en hefur oft verið iðnari við kolann. Keflavík reiðir sig mikið á Brittany og hefðu þurft stærra framlag frá henni í leiknum. Liðsheildin hjá Valskonum var sterk í dag, þær sýndu meiri baráttuvilja og náðu oft á tíðum mikilvægum sóknarfráköstum.Hverjir stóðu upp úr? Í Valsliðinu var engin ein sem stóð upp úr. Þær spiluðu sem ein heild í vörninni og margar sem skiluðu góðu dagsverki. Guðbjörg Sverrisdóttir var þó mjög sterk með 16 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Stigahæst í Valsliðinu var Aalyah Whiteside með 18 stig. Stigahæsti Keflvíkingurinn í kvöld var Thelma Dís Ágústsdóttir með 16 stig en Brittany Dinkins nældi í 15 fráköst í leiknum.Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að hitta úr skotum sínum þegar þær náðu að spila sig í færi. Valskonur náðu oft á tíðum að þvinga andstæðinga sína í erfið þriggja stiga skot en 9 af 37 þriggja stiga skotum Keflvíkinga fóru niður í kvöld.Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Breiðabliki í næstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda þar vilji þær halda sér í toppbaráttunni í deildinni. Valur fer í Borgarnes og mætir þar Skallagrími. Skallagrímur, ásamt Breiðabliki, eru í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að þessir leikir verða ekki auðveldir.Andri Marínó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar með fréttinni.Valur-Keflavík 89-66 (23-21, 29-19, 15-14, 22-12) Valur: Aalyah Whiteside 18/16 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/10 fráköst/6 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/5 fráköst/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 16/7 fráköst, Brittanny Dinkins 13/15 fráköst/10 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Elsa Albertsdóttir 8/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/8 fráköst.vísir/andri marínóDarri Freyr: Nú þarf ég að fara heim að reikna Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með úrslit leiksins. Hann sagði varnarleik liðsins hafa verið mjög góðan stærstan hluta leiksins. Margir leikmenn í Valsliðinu áttu góðan leik í kvöld átti Darri erfitt með að velja einhverja sem stóð upp úr. „Allir leikmennirnir voru að skila sínu hlutverki og mér finnst ósanngjarnt að vera að velja einhverja eina út í svona sigurleik.“ Valskonur töpuðu fyrir Breiðabliki nokkuð óvænt í síðustu umferð og var Darri ánægður með sínar konur sem komu sterkar til leiks í dag. „Við bjuggumst við því að koma sterk inn í þennan leik. Það er auðveldara að koma til baka eftir að okkur var kippt svona rosalega niður á jörðina. Við lærðum mikið af þeim leik, sérstaklega hvað varðar hugarfar.“ Darri er ánægður með gengi liðsins í vetur. Markmiðið var að ná sæti í úrslitakeppnina en Darri var ekki alveg með á hreinu hvort það hafi tekist. „Ég veit ekki hvort það var núna eða í næsta leik sem við fáum tækifæri til að ná því sæti, þannig ég þarf að fara heim að reikna til að sjá hvort það sé komið eða á leiðinni,“ sagði Darri brattur í leikslok. Með sigrinum í kvöld tryggði Valur sæti sitt í úrslitakeppninni, en liðið er nú með 12 stiga forystu á Skallagrím í fimma sætinu þegar fimm umferðir eru eftir og getur því ekki endað neðar en í fjórða sæti.vísir/andri marínóSverrir Þór: Virkilega dapurt af okkar hálfu Sverrir Þór Sverrisson, þálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með leik síns liðs í kvöld. „Þetta var virkilega dapurt af okkur hálfu. Valskonur voru miklu betri og alltaf skrefinu á undan. Við áttum slakan fyrri hálfleik og þegar komum ekki af nógu miklum krafti inn í þann seinni var ljóst að við myndum ekki afreka mikið í kvöld.“ Sverrir Þór var ekki ánægður með sóknaleik síns liðs. „Valskonur náðu að dekka erlenda leikmanninn okkar vel, settu oft tvær og þrjár á hana, og við fundum ekki eyðurnar og reyndum oft of erfiða hluti,“ sagði Sverrir Þór en hann telur sitt lið þurfa að fara yfir margt og gera mun betur í næsta leik sem verður gegn Breiðabliki á laugardaginn.Guðbjörg Sverrisdóttir og Brittany Dinkinsvísir/andri marínóGuðbjörg: Spiluðum allar sem lið Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirlið Vals, átti góðan leik í kvöld og hún var ánægð með varnarleiks síns liðs. „Það var vörnin okkar sem skapaði þennan sigur fyrir okkur, við spiluðum mjög góða vörn í kvöld.“ Hún var einnig ánægð með liðsheildina í kvöld, „allt liðið var að leggja sig fram og við spiluðum allar sem lið, bæði í vörn og sókn,“ sagði Guðbjörg glöð í bragði í leikslok.Aalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóBrittany Dinkins.Vísir/Andri MarinóHallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóIrena Sól Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóBrittanny Dinkins.Vísir/Andri MarinóSverrir Þór Sverrisson.Vísir/Andri MarinóSverrir Þór Sverrisson.Vísir/Andri MarinóDavíð Kristján Hreiðarsson.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDagbjört Dögg Karlsdóttir.Vísir/Andri MarinóSalbjörg Ragna Sævarsdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóElín Sóley Hrafnkelsdóttir.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDagbjört Samúelsdóttir.Vísir/Andri MarinóÁsta Júlía Grímsdóttir.Vísir/Andri MarinóSalbjörg Ragna Sævarsdóttir.Vísir/Andri MarinóKatla Rún Garðarsdóttir.Vísir/Andri MarinóKamilla Sól Viktorsdóttir.Vísir/Andri MarinóSverrir Þór Sverrisson.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir og Aalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóBrittanny Dinkins.Vísir/Andri MarinóBirna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri MarinóBirna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri MarinóBirna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri MarinóAnna Ingunn Svansdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri Marinó
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti