Bubbi: Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2018 13:00 Bubbi er orðinn mjög spenntur. Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16
Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30