Real í 8-liða úrslit áttunda árið í röð │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:45 Cristiano Ronaldo hefur skorað í öllum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í vetur en hann kom Real Madrid á bragðið gegn PSG í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum í kvöld. Real vann fyrri leikinn á Spáni 3-1 og var því í góðri stöðu þegar liðið mætti til Parísar í kvöld. Heimamenn í PSG voru ekki eins ákafir og hefði mátt búast við þar sem þeir þurftu á að minnsta kosti tveggja marka sigri að halda til að komast áfram. Gestirnir í Real skutu 22 sinnum í átt að marki á móti 8 tilraunum PSG. Ronaldo hefur fundið marknetið einstaklega vel í Meistaradeildinni í vetur og skorað í hverjum einasta leik sem hann hefur tekið þátt í, eða í síðustu átta leikjum. Hann opnaði markaskorunina í kvöld með skalla á 51. mínútu. Eftir klafs í vítateig Real Madrid hrökk boltinn af Edinson Cavani og framhjá Keylor Navas í marknetið á 71. mínútu og leikurinn orðinn jafn. PSG þurfti þó að skora tvö mörk til viðbótar til þess að eiga möguleika á að fara áfram. Í staðinn skoraði Casemiro sigurmarkið fyrir Real á 80. mínútu og tryggði Real 5-2 sigur í einvíginu. Evrópumeistararnir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin áttunda tímabilið í röð og geta freistað þess að vinna titilinn þriðja árið í röð. Meistaradeild Evrópu
Cristiano Ronaldo hefur skorað í öllum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í vetur en hann kom Real Madrid á bragðið gegn PSG í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum í kvöld. Real vann fyrri leikinn á Spáni 3-1 og var því í góðri stöðu þegar liðið mætti til Parísar í kvöld. Heimamenn í PSG voru ekki eins ákafir og hefði mátt búast við þar sem þeir þurftu á að minnsta kosti tveggja marka sigri að halda til að komast áfram. Gestirnir í Real skutu 22 sinnum í átt að marki á móti 8 tilraunum PSG. Ronaldo hefur fundið marknetið einstaklega vel í Meistaradeildinni í vetur og skorað í hverjum einasta leik sem hann hefur tekið þátt í, eða í síðustu átta leikjum. Hann opnaði markaskorunina í kvöld með skalla á 51. mínútu. Eftir klafs í vítateig Real Madrid hrökk boltinn af Edinson Cavani og framhjá Keylor Navas í marknetið á 71. mínútu og leikurinn orðinn jafn. PSG þurfti þó að skora tvö mörk til viðbótar til þess að eiga möguleika á að fara áfram. Í staðinn skoraði Casemiro sigurmarkið fyrir Real á 80. mínútu og tryggði Real 5-2 sigur í einvíginu. Evrópumeistararnir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin áttunda tímabilið í röð og geta freistað þess að vinna titilinn þriðja árið í röð.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti