Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson skrifar 6. mars 2018 08:47 Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun