Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson skrifar 6. mars 2018 08:47 Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun