Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2018 06:00 Valgerður Sverrisdóttir er meðlimur í sama sundklúbbi og séra Ólafur og þekkir hann „að góðu einu“. Vísir/Gva Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, reyndi að hafa áhrif á einn brotaþola séra Ólafs Jóhannssonar meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þolandinn, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, er ein þeirra fimm sem kærðu athafnir Ólafs til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Féllst nefndin á að Ólafur hefði í því máli gerst sekur um siðferðisbrot. Í málinu var hann sakaður um að hafa farið inn í eldhús á vinnustað Guðbjargar Ásdísar, slefað ofan í hálsmál hennar og haft við hana ósiðleg orð um tilvonandi utanlandsferð sóknarnefndar.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Valgerður hafði samband við Guðbjörgu Ásdísi þar sem þær eru gamlir sveitungar úr Höfðahverfi við utanverðan Eyjafjörð. „Ég tek það algjörlega upp hjá sjálfri mér að hafa samband við þig en það sem er að brjótast um í mér er hvort þessu máli geti lokið með afsökunarbeiðni og samkomulagi eða hvort málið er það alvarlegt að hann verði að víkja,“ skrifaði Valgerður. Guðbjörg velti fyrir sér hvað vekti fyrir henni og fannst óþægilegt og varð hissa á að fá þetta bréf frá fyrrverandi ráðherra. „Ólaf þekki ég þannig að hann tilheyrir ákveðnum klúbbi í Vesturbæjarlauginni sem ég tilheyri líka,“ skrifaði Valgerður til brotaþolans. Þingstörf, umræða um fuglaflensu Valgerður Sverrisdóttir„Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og Ólafur hefur m.a. það hlutverk að sjá um „litlu jólin“ ár hvert sem hann gerir mjög vel. Okkur þykir öllum ákaflega leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp en erum að sjálfsögðu ekki að rengja ykkur konurnar.“ Fréttablaðið spurði Valgerði hvort hún hefði spurt hvort hægt væri að leysa málið með öðrum hætti. Valgerður neitar því. „Nei, ég spurði ekki að því,“ sagði Valgerður. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta væri ekki alvarlegt því ég þekki manninn að góðu einu og það var allt og sumt, það var ekkert meira.“? Fimm konur kærðu séra Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustmánuðum í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni og vildu að úrskurðarnefnd færi yfir málin. Var hann sakaður um að sleikja kinnar og eyru kærenda og sleikja tær einnar þeirra. Ólafur var sendur í leyfi í sumar og skikkaður í sálfræðimeðferð til að læra að setja sér mörk í samskiptum við hitt kynið. Hann hafði farið í sams konar meðferð í byrjun áratugarins. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, reyndi að hafa áhrif á einn brotaþola séra Ólafs Jóhannssonar meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þolandinn, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, er ein þeirra fimm sem kærðu athafnir Ólafs til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Féllst nefndin á að Ólafur hefði í því máli gerst sekur um siðferðisbrot. Í málinu var hann sakaður um að hafa farið inn í eldhús á vinnustað Guðbjargar Ásdísar, slefað ofan í hálsmál hennar og haft við hana ósiðleg orð um tilvonandi utanlandsferð sóknarnefndar.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Valgerður hafði samband við Guðbjörgu Ásdísi þar sem þær eru gamlir sveitungar úr Höfðahverfi við utanverðan Eyjafjörð. „Ég tek það algjörlega upp hjá sjálfri mér að hafa samband við þig en það sem er að brjótast um í mér er hvort þessu máli geti lokið með afsökunarbeiðni og samkomulagi eða hvort málið er það alvarlegt að hann verði að víkja,“ skrifaði Valgerður. Guðbjörg velti fyrir sér hvað vekti fyrir henni og fannst óþægilegt og varð hissa á að fá þetta bréf frá fyrrverandi ráðherra. „Ólaf þekki ég þannig að hann tilheyrir ákveðnum klúbbi í Vesturbæjarlauginni sem ég tilheyri líka,“ skrifaði Valgerður til brotaþolans. Þingstörf, umræða um fuglaflensu Valgerður Sverrisdóttir„Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og Ólafur hefur m.a. það hlutverk að sjá um „litlu jólin“ ár hvert sem hann gerir mjög vel. Okkur þykir öllum ákaflega leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp en erum að sjálfsögðu ekki að rengja ykkur konurnar.“ Fréttablaðið spurði Valgerði hvort hún hefði spurt hvort hægt væri að leysa málið með öðrum hætti. Valgerður neitar því. „Nei, ég spurði ekki að því,“ sagði Valgerður. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta væri ekki alvarlegt því ég þekki manninn að góðu einu og það var allt og sumt, það var ekkert meira.“? Fimm konur kærðu séra Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustmánuðum í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni og vildu að úrskurðarnefnd færi yfir málin. Var hann sakaður um að sleikja kinnar og eyru kærenda og sleikja tær einnar þeirra. Ólafur var sendur í leyfi í sumar og skikkaður í sálfræðimeðferð til að læra að setja sér mörk í samskiptum við hitt kynið. Hann hafði farið í sams konar meðferð í byrjun áratugarins.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54