Um umræðuna um umskurð Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar