Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 13:15 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27
Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01