Alfreð í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins í Augsburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 16:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira