Aðeins konur þurfa að boxa með hættulegar höfuðhlífar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Imma með höfuðhlífina sem hún vill losna við. Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan. Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira
Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan.
Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira
Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30