Aðeins konur þurfa að boxa með hættulegar höfuðhlífar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Imma með höfuðhlífina sem hún vill losna við. Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan. Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Sjá meira
Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan.
Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Sjá meira
Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn