Enska landsliðið vann þá 4-1 sigur á Frakklandi en þessi leikur var í SheBelieves æfingamótinu í Bandaríkjunum.
Now that's how you start a tournament. An incredible win for our #Lionesses and new boss Phil Neville pic.twitter.com/KOBHYj8ENy
— Lionesses (@Lionesses) March 1, 2018
Ein af þeim fimm sem Phil Neville henti inn í byrjunarliðið var Toni Duggan og hún kom enska liðinu einmitt í 1-0 strax á 7. mínútu. Eftir 39 mínútur var staðan orðin 3-0 eftir að þær Jill Scott og Jodie Taylor bættu við mörkum.
Fran Kirby kom enska liðinu í 4-0 strax í byrjun seinni hálfleiks en Gaetane Thiney minnkaði muninn fyrir franska liðið þrettán mínútum fyrir leikslok.
Fantastic result from the girls today!! @Abss_5 first cap for the @Lionesses too!! On the up pic.twitter.com/VCrE5COU9P
— Lucy Bronze (@LucyBronze) March 2, 2018
Næsti leikur enska liðsins í mótinu er á móti þýska landsliðinu sem er enn að reyna að vinna sig út úr tapinu á móti stelpunum okkar síðasta haust.