Facebook hættir við breytingar eftir harða gagnrýni Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:32 Tvískipta fréttaflæðið sló ekki í gegn. Vísir/Getty Facebook hefur ákveðið að hætta tilraunum með nýja uppsetningu á samfélagsmiðlinum þar sem reynt var að draga úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum. Tilraunin var prufukeyrð í sex löndum; Srí Lanka, Gvatemala, Bólivíu, Kambódíu, Serbíu og Slóvakíu. Notendur í ríkjunum sex eru á einu máli. Breytingarnar voru afleitar og til þess eins fallnar að auka dreifingu falsfrétta, lyga og óhróðurs.Í bloggfærslu mannsins sem sér um fréttaflæðið á Facebook, „news-feedið“ svokallaða, segir að ákveðið hafi verið að kýla á breytingarnar eftir að notendur tjáðu fyrirtækinu að þá langaði helst að sjá færslur frá vinum og ættingum - ekki ópersónulegum stórfyrirtækjum.Sjá einnig: Stórvægilegar breytingar á Facebook í vændumÞví var tekin ákvörðum í október síðastliðnum um að hefja tilraunir í fyrrnefndu löndunum sex þar sem fréttaflæðinu var skipt í tvennt. Annars vegar var um hefbundið flæði að ræða, þar sem fólk sá færslur frá vinum sínum, en hið nýja flæði sýndi opnar færslur frá ókunnugum. Notendur voru æfir, ekki síst fjölmiðlamenn í löndunum sex sem sögðu að breytingarnar hefðu skaðlegri áhrif á fjölmiðlun en sjálfar fölsku fréttirnar sem þó fengu aukna dreifingu í nýja fyrirkomulaginu. Facebook hefur því ákveðið að hætta með flæðin tvö, ekki síst vegna þess að notendur tjáðu fyrirtækinu að þau hefðu ekki aukið samskipti þeirra við vini og ættingja. Hins vegar ætli samfélagsmiðillinn að halda breytingunum sem gerðar voru á Facebook í janúar síðastliðnum til streitu.Þær breytingar drógu jafnframt úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum - þó ekki jafn harkalega og flæðin tvö sem Íslendingar fá líklega ekki að kynnast í bráð. Facebook Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 „Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum 12. janúar 2018 06:32 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook hefur ákveðið að hætta tilraunum með nýja uppsetningu á samfélagsmiðlinum þar sem reynt var að draga úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum. Tilraunin var prufukeyrð í sex löndum; Srí Lanka, Gvatemala, Bólivíu, Kambódíu, Serbíu og Slóvakíu. Notendur í ríkjunum sex eru á einu máli. Breytingarnar voru afleitar og til þess eins fallnar að auka dreifingu falsfrétta, lyga og óhróðurs.Í bloggfærslu mannsins sem sér um fréttaflæðið á Facebook, „news-feedið“ svokallaða, segir að ákveðið hafi verið að kýla á breytingarnar eftir að notendur tjáðu fyrirtækinu að þá langaði helst að sjá færslur frá vinum og ættingum - ekki ópersónulegum stórfyrirtækjum.Sjá einnig: Stórvægilegar breytingar á Facebook í vændumÞví var tekin ákvörðum í október síðastliðnum um að hefja tilraunir í fyrrnefndu löndunum sex þar sem fréttaflæðinu var skipt í tvennt. Annars vegar var um hefbundið flæði að ræða, þar sem fólk sá færslur frá vinum sínum, en hið nýja flæði sýndi opnar færslur frá ókunnugum. Notendur voru æfir, ekki síst fjölmiðlamenn í löndunum sex sem sögðu að breytingarnar hefðu skaðlegri áhrif á fjölmiðlun en sjálfar fölsku fréttirnar sem þó fengu aukna dreifingu í nýja fyrirkomulaginu. Facebook hefur því ákveðið að hætta með flæðin tvö, ekki síst vegna þess að notendur tjáðu fyrirtækinu að þau hefðu ekki aukið samskipti þeirra við vini og ættingja. Hins vegar ætli samfélagsmiðillinn að halda breytingunum sem gerðar voru á Facebook í janúar síðastliðnum til streitu.Þær breytingar drógu jafnframt úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum - þó ekki jafn harkalega og flæðin tvö sem Íslendingar fá líklega ekki að kynnast í bráð.
Facebook Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 „Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum 12. janúar 2018 06:32 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52
„Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum 12. janúar 2018 06:32