Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Elín Margrét Böðvarsdóttir, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. mars 2018 19:45 Um er að ræða eina stærstu og flóknustu björgunaraðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár. Skjáskot/Stöð 2 Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. Aðgerðirnar voru með þeim flóknustu sem þekkjast og við hættulegar aðstæður að sögn aðgerðastjóra. Samferðafólk hins látna er komið til byggða og hefur lögreglan á Suðurlandi tekið af þeim skýrslu. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland. Um er að ræða eina stærstu aðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár en það voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sem komu fyrstir á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem stödd var vestur á fjörðum þegar útkall barst um klukkan sex í gærkvöldi. Ekki var hægt að lenda nærri staðnum sökum veðurs og voru viðbragðsaðilar því ferjaðir á snjósleðum að hellinum. Maðurinn kom í leitirnar á tólfta tímanum og var úrskurðaður látinn á vettvangi „Það komu náttúrlega einhverjar 14-15 björgunarsveitir að þessu ásamt slökkviliðsmönnum bæði úr Árnessýslu, Ísafirði, Landhelgisgæslunni og lögreglunni,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, hjá svæðisstjórn björgunasveitanna í Árnessýslu, í samtali við Stöð 2. Ármann Ingi Sigurðsson, svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu.Vísir/Magnús Hlynur Hefði mátt kalla fleiri út Færð var afar erfið og mikill krapi og bleyta á hálendinu og tók það viðbragðsaðila því nokkuð langan tíma að komast til og frá vettvangi. Flestir komust ekki í hús fyrr en tók að líða á morguninn að sögn Ármanns. Samferðafólk mannsins voru ferjað í skála í Kerlingafjöllum í gærkvöldi en þau héldu síðan ferðalaginu til byggða áfram í dag. Varað hefur verið við ferðalögum að hellinum enda vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum. „Það var fyrirfram vitað að það færi enginn inn nema að vera í reykköfunargalla og með súrefni því það var mikil gashætta og hrunhætta líka,“ segir Ármann. Það heyrir til undantekninga að sögn Ármanns að senda þurfi reykkafara í björgunaraðgerðir sem þessar. Alls komu um 200 viðbragðsaðilar að aðgerðinni. „Sennilega hefði mátt jafnvel boða meira út. Af því að veðrið versnaði bara, þetta var mjög þungt, mikill krapi og það gekk mjög illa að komast á staðinn þannig að í svoleiðis aðstæðum er ekkert sem heitir of mikið,“ segir Ármann um umfang aðgerðarinnar. Skjáskot/Stöð 2 Há mæligildi mengunar Eins og kom fram á Vísi í dag fór maðurinn tvær ferðir inn í íshellinn í gær. Samferðafólk hafði meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. Aðgerðirnar voru með þeim flóknustu sem þekkjast og við hættulegar aðstæður að sögn aðgerðastjóra. Samferðafólk hins látna er komið til byggða og hefur lögreglan á Suðurlandi tekið af þeim skýrslu. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland. Um er að ræða eina stærstu aðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár en það voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sem komu fyrstir á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem stödd var vestur á fjörðum þegar útkall barst um klukkan sex í gærkvöldi. Ekki var hægt að lenda nærri staðnum sökum veðurs og voru viðbragðsaðilar því ferjaðir á snjósleðum að hellinum. Maðurinn kom í leitirnar á tólfta tímanum og var úrskurðaður látinn á vettvangi „Það komu náttúrlega einhverjar 14-15 björgunarsveitir að þessu ásamt slökkviliðsmönnum bæði úr Árnessýslu, Ísafirði, Landhelgisgæslunni og lögreglunni,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, hjá svæðisstjórn björgunasveitanna í Árnessýslu, í samtali við Stöð 2. Ármann Ingi Sigurðsson, svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu.Vísir/Magnús Hlynur Hefði mátt kalla fleiri út Færð var afar erfið og mikill krapi og bleyta á hálendinu og tók það viðbragðsaðila því nokkuð langan tíma að komast til og frá vettvangi. Flestir komust ekki í hús fyrr en tók að líða á morguninn að sögn Ármanns. Samferðafólk mannsins voru ferjað í skála í Kerlingafjöllum í gærkvöldi en þau héldu síðan ferðalaginu til byggða áfram í dag. Varað hefur verið við ferðalögum að hellinum enda vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum. „Það var fyrirfram vitað að það færi enginn inn nema að vera í reykköfunargalla og með súrefni því það var mikil gashætta og hrunhætta líka,“ segir Ármann. Það heyrir til undantekninga að sögn Ármanns að senda þurfi reykkafara í björgunaraðgerðir sem þessar. Alls komu um 200 viðbragðsaðilar að aðgerðinni. „Sennilega hefði mátt jafnvel boða meira út. Af því að veðrið versnaði bara, þetta var mjög þungt, mikill krapi og það gekk mjög illa að komast á staðinn þannig að í svoleiðis aðstæðum er ekkert sem heitir of mikið,“ segir Ármann um umfang aðgerðarinnar. Skjáskot/Stöð 2 Há mæligildi mengunar Eins og kom fram á Vísi í dag fór maðurinn tvær ferðir inn í íshellinn í gær. Samferðafólk hafði meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27