Þátttaka ÍBV í Evrópukeppninni hefur áhrif á leiki allra hinna liðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:30 Sigurbergur Sveinsson í leik með ÍBV á móti Val. Vísir/Stefán Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta mun fara fram fjórum dögum fyrr en áætlað var. Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem var sagt frá niðurstöðu fundar hennar. Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að lokaumferðin skuli fara fram miðvikudaginn 21. mars kl.19:30 en hún átti að fara fram sunnudaginn 25. mars. „Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni, getur lokaumferðin ekki farið fram á tilsettum tíma, en skv. reglugerð HSÍ um handknattleiksmót skal umferðin öll leikin á sama tíma,“ segir í fréttatilkynningunni. ÍBV-liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið mætir rússneska liðinu SKIF Krasnodar. Leikirnir fara fram 25. mars í Rússlandi og svo 31. mars eða 1. apríl í Vestmanneyjum. Eyjamenn eru eina liðið sem er ennþá inn í Evrópukeppninni en liðið hefur þegar slegið út HC Gomel frá Hvíta-Rússlandi og Ramhat Hashron frá Ísrael. „Mótanefnd skal að öllu jöfnu raða leikjum í síðustu tveimur umferðum í efstu deildum karla og kvenna á sama tíma. Leikir í þessum umferðum, sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum (rétt til þátttöku í úrslitakeppni/umspili), skulu ávallt fara fram á sama tíma. -18- Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr deild. Liði, sem ferðast til leiks í þessum umferðum, er óheimilt að treysta á flug á leikdegi og skal nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tíma,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Næstsíðasta umferðin fer fram sunnudaginn 18. mars þannig að í stað þess að það séu sjö dagar á milli leikjanna þá spila öll liðin tvo leiki á fjórum dögum.Leikirnir í lokaumferðinni: Selfoss - Víkingur Haukar - Valur Fram - ÍBV Stjarnan - FH Grótta - Fjölnir Afturelding - ÍR Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta mun fara fram fjórum dögum fyrr en áætlað var. Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem var sagt frá niðurstöðu fundar hennar. Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að lokaumferðin skuli fara fram miðvikudaginn 21. mars kl.19:30 en hún átti að fara fram sunnudaginn 25. mars. „Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni, getur lokaumferðin ekki farið fram á tilsettum tíma, en skv. reglugerð HSÍ um handknattleiksmót skal umferðin öll leikin á sama tíma,“ segir í fréttatilkynningunni. ÍBV-liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið mætir rússneska liðinu SKIF Krasnodar. Leikirnir fara fram 25. mars í Rússlandi og svo 31. mars eða 1. apríl í Vestmanneyjum. Eyjamenn eru eina liðið sem er ennþá inn í Evrópukeppninni en liðið hefur þegar slegið út HC Gomel frá Hvíta-Rússlandi og Ramhat Hashron frá Ísrael. „Mótanefnd skal að öllu jöfnu raða leikjum í síðustu tveimur umferðum í efstu deildum karla og kvenna á sama tíma. Leikir í þessum umferðum, sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum (rétt til þátttöku í úrslitakeppni/umspili), skulu ávallt fara fram á sama tíma. -18- Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr deild. Liði, sem ferðast til leiks í þessum umferðum, er óheimilt að treysta á flug á leikdegi og skal nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tíma,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Næstsíðasta umferðin fer fram sunnudaginn 18. mars þannig að í stað þess að það séu sjö dagar á milli leikjanna þá spila öll liðin tvo leiki á fjórum dögum.Leikirnir í lokaumferðinni: Selfoss - Víkingur Haukar - Valur Fram - ÍBV Stjarnan - FH Grótta - Fjölnir Afturelding - ÍR
Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira