Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum.
.@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018
Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.
A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018
Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin.
Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.
It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!!
— Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018