Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:29 Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. Vísir/AFP Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50