Lokaumferð Olísdeildar kvenna fór fram í dag og þá varð ljóst að Valur varð deildarmeistari þetta tímabilið og verður því með heimavallarrétt út úrslitakeppnina sem er nú handan við hornið.
Valur vann sigur á Haukum en á sama tíma hafði Fram, sem hefur verið á mikilli uppleið, betur gegn ÍBV.
Þessi sömu lið munu einmitt mætast aftur í undanúrslitum úrslitakeppninnar - Valur gegn Haukum og Fram gegn ÍBV.
Þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin um titilinn en undanúrslitin hefjast þann 3. apríl. Allir leikirnir í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Svona verða undanúrslitin í Olísdeild kvenna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
