Trúarjátningin Óttar Guðmundsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar