Svæðinu hefur verið lokað vegna aurbleytu.Mynd/Umhverfisstofnun
Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Fjaðrárgljúfur að austan síðustu daga. Þá er auk þess hlýtt í veðri og mikil vætutíð. Þetta hefur gert það að verkum að álag á göngustíg og umhverfi hans er gríðarlegt og hefur verið gripið til þess ráðs að loka svæðinu, að því er segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
Umrætt svæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Lokun á svæðinu er gerð bæði af öryggisástæðum og til að vernda gróður í umhverfi göngustígsins.
Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist. Lokunin er samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd.